Sjóvá er Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Sjóvá hlaut í dag nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2025.

Viðurkenningin er veitt árlega af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland og er markmið verkefnisins að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja.

18 fyrirtæki hlutu viðurkenninguna í ár og segir í tilkynningu Stjórnvísi að þau þyki öll vel að nafnbótinni komin, enda séu starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Sjá nánar í frétt á vef Stjórnvísi.

Hópmynd frá afhendingu viðurkenningarinnar. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson Thors.