Sjóvá og Miðstöð slysavarna barna bjóða foreldrum barna á aldrinum 0-3 ára og öðrum áhugasömum aðstandendum á ókeypis forvarnanámskeið Miðstöðvar slysavarna barna. Námskeiðið „Öryggi ungra barna á heimilinu“ fjallar um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum.
Leiðbeinandi er Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna.
Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga:
ATHUGIÐ AÐ FULLBÓKAÐ ER Á BÆÐI NÁMSKEIÐIN.
Einnig verður boðið upp á vefnámskeið fyrir landsbyggðina sem auglýst verður á næstunni.
Námskeiðið er 90 mínútur og fer fram hjá Miðstöð slysavarna barna í Hátúni 12, 105 Reykjavík (vesturinngangur). Sjá kort. Þar er þátttakendum boðið í fullbúna íbúð sem leiðbeinandi leiðir þá í gegnum og sýnir hvernig gera má heimilið sem öruggast. Einnig er farið í gegnum helstu öryggisatriði í bílum, kennt á notkun barnabílstóla og ráðgjöf veitt um val á barnabílstólum og öryggisvörum.
Þátttakendur fá gjafapakka frá Sjóvá með öryggisvörum fyrir heimilið og gjöf fyrir barnið.
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að hafa barnið/börnin með á námskeiðið.
Hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í Miðstöð slysavarna barna.