Öryggi ungra barna á heimilinu - Ókeypis forvarnanámskeið fyrir foreldra 0-3 ára barna

Sjóvá og Miðstöð slysavarna barna bjóða foreldrum barna á aldrinum 0-3 ára og öðrum áhugasömum aðstandendum á ókeypis forvarnanámskeið Miðstöðvar slysavarna barna. Námskeiðið „Öryggi ungra barna á heimilinu“ fjallar um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum.

Leiðbeinandi er Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna.