Eldvarnabandalagið býður til spennandi málþings fimmtudaginn 9. október 2025 þar sem farið er yfir mikilvæg málefni á sviði eldvarna og brunamála.
Dagskráin er fjölbreytt og hentar öllum sem láta sig forvarnir og öryggi varða. Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Brunabótafélags Íslands opnar málþingið og Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS er fundarstjóri.
Skráning hér: https://landsbjorg.formstack.com/forms/malthingeldvarnab2025
Hlekkur á viðburð hér: https://fb.me/e/ap5VR76Xn
Sjóvá hefur átt aðild að Eldvarnabandalaginu frá upphafi en stofnað var til samstarfsvettvangsins árið 2010. Tilgangur Eldvarnabandalagsins er að vernda líf, heilsu og eignir almennings og fyrirtækja með öflugu forvarnastarfi og aðgerðum sem miða að því að efla eldvarnir á heimilum og vinnustöðum landsmanna. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Eldvarnabandalagsins.