Við bjóðum íbúum og fyrirtækjaeigendum í Dalabyggð og nágrenni að koma við og fá persónulega ráðgjöf og þjónustu tengda tryggingum þriðjudaginn 21. október frá kl. 12:00-17:00 í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetri Dalabyggðar, Miðbraut 11.
Það verður heitt á könnunni og þær Anna Rósa Guðmundsdóttir þjónusturáðgjafi og Kristín Jónsdóttir útibússtjóri Sjóvá í Borgarnesi taka á móti þér með bros á vör. Þær veita þér persónulega ráðgjöf og þjónustu, hvort sem það er tengt tryggingum fyrir þig og fjölskylduna eða fyrirtækið þitt. Þá hvetjum við bændur sérstaklega til þess að koma og ræða við okkur um tryggingar og þarfir tengdar landbúnaði.