Breytingar gerðar á skipuriti

Gerðar hafa verið breytingar á skipuriti Sjóvá og hefur Steinunn Guðjónsdóttir Hansen tekið við starfi framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra líftrygginga. Áður heyrðu málefni Sjóvá-Almennra líftrygginga undir Hermann Björnsson, forstjóra Sjóvá, sem einnig var framkvæmdastjóri líftryggingafélagsins. Þórir Óskarsson tekur við starfssviði tryggingastærðfræðings Sjóvá og Sjóvá Líf af Steinunni.