Sjóvá hefur verið tilnefnt sem eitt af bestu íslensku vörumerkjunum 2025 í flokknum Vörumerki vinnustaðar. Það er brandr sem stendur fyrir valinu á Bestu íslensku vörumerkjunum á hverju ári og hljóta þau vörumerki útnefningu sem þykja skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðar vörumerkjastýringar.
Tilnefningin frá brandr er ánægjuleg staðfesting á mikilvægi þess að skapa heilbrigt og jákvætt starfsumhverfi. Hjá Sjóvá er lögð áhersla á að skapa vinnustað þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og ná árangri. Við trúum að grunnurinn að ánægju viðskiptavina felist í ánægju starfsfólks og að starfsánægja styrki þannig bæði þjónustuna og vörumerkið í heild.
Sjóvá óskar öllum öðrum tilnefndum fyrirtækjum innilega til hamingju.
Sjá meira um tilnefningar til Bestu íslensku vörumerkjanna 2025.
