Sjóvá hefur nú gert samning við Áhættustjórnun ehf. um atvikaskráningarkerfið ATVIK sem felur í sér að viðskiptavinir okkar fá sérkjör af uppsetningu og notkun ATVIK.
Allir vinnustaðir með tryggingar hjá Sjóvá fá 30% afslátt af innleiðingarþjónustu, almennri verðskrá og mánaðargjaldi ATVIK. Mánaðargjald fer eftir fjölda starfsmanna á hverjum vinnustað - sjá nánar í verðskrá hér.
ATVIK er stafrænt atvikaskráningarkerfi sem gerir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum kleift að greina hættur í rekstrinum með því að skrá slys og næstum slys. Þá er hægt að bregðast við tímanlega til að koma veg fyrir alvarleg tjón eða endurtekningu á slysum með markvissum forvarnaaðgerðum.
Kerfið veitir rauntímayfirsýn yfir atvik með gagnvirku mælaborði og stafrænu greiningartóli sem auðveldar markvissa endurgjöf og hjálpar stjórnendum að innleiða úrbætur í öryggismálum.
Með ATVIK er hægt að styrkja forvarnir, bæta öryggismenningu og draga úr kostnaði vegna slysa og tjóna. Notkun kerfisins hjálpar fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum að tryggja öruggara vinnuumhverfi á starfsstöðvum sínum.
Við hvetjum alla með tryggingar hjá okkur að kynna sér ATVIK. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni atvik.is. Mánaðargjald fer eftir fjölda starfsmanna á hverjum vinnustað og allir vinnustaðir með tryggingar hjá Sjóvá fá 30% afslátt, sjá nánar í verðskrá hér. Með því að smella hér getur þú óskað eftir frekari kynningargögnum.
Heiður Huld Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Sjóvár og Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar og sérfræðingur í öryggismálum, innsigla samning um sérkjör fyrir viðskiptavini Sjóvár.