Vakandi rútína

Árstíðaskiptin hafa ávallt yfir sér ákveðinn sjarma. Eftir ferðalög sumarsins og fjölbreyttari takt fellur lífið í ákveðnar skorður að hausti, jafnvel taka nýjar áskoranir við og stundaskráin verður taktfastari. Trén fella laufin og sýna okkur hversu náttúrulegt það er að sleppa því sem þjónar okkur ekki lengur og opna faðminn fyrir nýjum tíma. Haustið er rómantískur tími þó svo hversdagsleikinn sýni ekki alltaf sínar rómantískustu hliðar þegar við sitjum föst í umferðinni, erum að verða of sein í skólann eða vinnuna og lægðirnar láta til sín taka. En við getum valið hvernig við bregðumst við þeim áskorunum.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir