Skjá­hætta í um­ferð

Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. Þetta þýðir að fjöldi slasaðra í umferðinni vegna farsímanotkunar er um 200 manns á ári, varlega áætlað. Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) kemur fram að skert athygli við akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og rekja má mörg umferðarslys til notkunar síma eða snjalltækja undir stýri.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir