Sjóvá að­ili að UN Global Compact

Sjóvá hefur gerst aðili að UN Global Compact sem eru samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti og stærsta sjálfbærniframtak heims. Með aðild skuldbindur Sjóvá sig til að vinna að tíu meginmarkmiðum Global Compact um ábyrga viðskiptahætti á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála, umhverfismála og varna gegn spillingu. Sjóvá skal einnig árlega skila upplýsingum um árangur sinn í sjálfbærni í gegnum opinberan gagnagrunn UN Global Compact og stuðla þannig að auknu gagnsæi og samanburðarhæfni í upplýsingagjöf.