Raf­hlaupa­hjól í um­ferð

Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda?

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir