Öryggi í sumar­húsum

Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi. Oft er sagt að slysin geri ekki boð á undan sér en stundum má sjá við þeim með forsjálni. Til þess að dvölin í sumarhúsinu fari ekki úr því að vera ánægjuleg yfir í krefjandi og erfitt verkefni er mikilvægt að huga að öryggi og forvörnum því hætturnar leynast víða.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir