Ljósafoss 2024

Okkur finnst skipta miklu máli að taka þátt í samfélaginu.Um helgina gekk góður hópur vaskra einstaklinga upp Esjuna og myndaði síðan ljósafoss niður hlíðina. Þetta var gert til að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Ljósið vinnur á hverjum degi með þeim sem eru í endurhæfingu í krabbameinsmeðferð og aðstandendur þeirra. Það var mikilfenglegt að fylgjast með því þegar höfuðljós hátt í 400 manns lýstu upp svart skammdegið og Esjuhlíðar á laugardaginn síðasta. Hraustmennin létu ekki smá rigningu og þokusudda á sig fá og var góða skapið með í för og ungir sem aldnir skemmtu sér vel í góðra vina hópi.