Ertu nokkuð að gleyma þér?

Senn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum.Langt er liðið á jólahátíðina en við eigum þó enn svolítið inni og um að gera að njóta þess. Dæmin sanna hins vegar að allur er varinn góður þegar leika skal með ljós og eld.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir