Dropinn holar steininn

Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Búast má við slabbi og skvettum fram á vorið en þó hefur þetta tímabil reynt talsvert á. Ekki síst í kjölfarið á heimsfaraldri sem enn setur mark sitt á samfélagið. En vorið kemur og sumarið skömmu síðar með birtu og blóm í haga. Þangað til þurfum við að hjálpast að, fara varlega og sýna ávallt tillitssemi í umferðinni.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir