Bættar forvarnir á sjó

Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður. Engin banaslys urðu á íslenskum sjómönnum við strendur landsins á árinu 2021 sem er áttunda árið sem svo háttar til og fimmta árið í röð. Slysum á sjó hefur einnig fækkað. En hverju má þakka þennan góða árangur?

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir