Átt þú fram­rúðu­plástur?

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði jafnmikil og metárið 2018. Umferðin virðist vera að ná fyrri styrk frá því fyrir Covid-19, árin 2020 og 2021, og mældist umferðin í júní síðastliðnum tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Auk þess var hún rétt rúmum 2% yfir gamla metinu sem sett var árið 2019. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 3,5% miðað við árið 2021. Ef sú spá gengur eftir yrði slegið nýtt met í umferðarmagni. Við þurfum því að vera vakandi í umferðinni og leita allra leiða til að forðast tjón og draga úr afleiðingum þeirra ef þau eiga sér stað.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir