Reitun hefur undanfarin ár unnið sjálfbærnimat á svökölluðum UFS mælikvörðum á Sjóvá. Samkvæmt matinu sem gefið var út í júní 2024 er Sjóvá með einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum.
Sjóvá mældist yfir meðaltali í öllum flokkum (umhverfisþáttum, félagsþáttum og stjórnarháttum) í samanburði við önnur félög sem hafa verið metin en meðaltal íslenska markaðarins stóð í 71 stigi í júní 2024.
Sjóvá fékk framúrskarandi einkunn fyrir félagsþætti og hefur gert það frá því að félagið var fyrst metið árið 2022.
Lesa samantekt á UFS sjálfbærnimati 2024