Sumarhús

Mikilvægt er að huga vel að forvörnum og öryggismálum sumarhúsa. Það á við allan ársins hring, sama hvort húsið er í stöðugri notkun eða ekki. 

Vatn

Flest tjón í sumarhúsum eru vegna vatnsleka. Vatnstjón geta verið mjög kostnaðarsöm og því er mikilvægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir.

Brunavarnir

Innbrot og öryggiskerfi

Heiti potturinn

Gardínur

Algengt er að rimla- og rúllugardínur séu í sumarhúsum og stundum með snúrum sem hanga niður. Mikilvægt er að festa snúrurunar við gluggakarma eða vegg, til að börn geti ekki flækst í þeim. Festingar fylgja yfirleitt með gardínunum, annars er hægt að nota plasthanka.

Kojur

Gott er að skoða efri kojur með það í huga að börn geti ekki dottið niður þegar þau eru sofandi eða að leika sér. Besta leiðin til að koma í veg fyrir slík slys er að góð öryggisbrík sé á efri koju og hún nái upp yfir dýnuna. Stiginn upp í efri koju þarf að vera stöðugur og vel festur við kojuna.

Framkvæmdir

Þó að alvarlegustu tjónin í sumarhúsum séu yfirleitt vegna vatns og bruna þá eru fallslys ein algengustu slysin. Þau verða oft þegar staðið er í framkvæmdum, t.d. þegar unnið er að viðhaldi eða byggingu húsa. Þá er nauðsynlegt að huga vel að örygginu, nota heila og stöðuga stiga, fá aðstoð og vera í línu ef unnið er uppi á þaki.

Tilkynna tjón