Nágrannavarsla

Nágrannavarsla snýst um að íbúar taki höndum saman og séu vakandi fyrir nærumhverfi sínu. Þannig er hægt að koma í veg fyrir innbrot og skemmdarverk og auka öryggi og hugarró íbúa. Reynslan sýnir að nágrannavarsla skilar árangri.

Samstarf við sveitarfélög

Mörg sveit­ar­fé­lög vinna mark­visst að því að setja upp ná­granna­vörslu með að­stoð íbúa. Við mælum því alltaf með að þú kannir hvort virk nágrannavarsla sé til staðar í sveitarfélaginu og hvort það hefur sett einhverjar reglur um nágrannavörslu.

Spurt og svarað

Kynningarfundur með nágrönnum

Mikilvægt er að undirbúa kynningarfund fyrir nágrannavörslu vel. Í bæklingnum hér fyrir neðan sérðu hvernig best er að undirbúa fundinn. Til dæmis er gott að prenta út eða senda þátttakendum á fundinum gátlistana sem eru hér fyrir neðan.

Gátlistar

Gátlistarnir hér fyrir neðan eru gagnlegir til að gera heimilið öruggara og minnka líkur á innbrotum. Gott er að fara yfir gátlistann fyrir fríið áður en farið er að heiman í lengri tíma. Við mælum líka með að þú skoðir gátlistana fyrir bíla, reiðhjól, sumarhús og eftirvagna, ef þú átt slíkt.

Innbrot kynnt til Sjóvá

Það er einfalt og öruggt að tilkynna tjón rafrænt á sjova.is og bæta þar við myndum af því sem stolið var, ef þær eru til.Ef um innbrot, þjófnað eða skemmdarverk er að ræða skaltu strax hafa samband við 112.