Barnabílstólar

Enginn einn barnabílstóll er sá eini rétti eða sá besti. Það skiptir mestu máli að valinn sé barnabílstóll sem hentar stærð og þyngd barnsins, að stóllinn passi í bílinn og síðast en ekki síst að hann sé alltaf rétt festur.

Hvað á ég að hafa í huga við val á barnabílstól?

Ungbarnabílstólar (frá fæðingu til 13 kg) – Bakvísandi bílstólar

Barnabílstólar (frá 9 til 25 kg)

Þegar barnið er orðið þyngra en hámarksþyngd ungbarnabílstólsins er nauðsynlegt að skipta yfir í barnabílstól.

Bakvísandi bílstólar

Framvísandi bílstólar

Ekki er mælt með að bílstólum fyrir börn sem eru 9-25 kg sé snúið fram fyrr en þau hafa náð að lágmarki 1 árs aldri.Ekki er heldur mælt með að framvísandi bílstóll sé settur í framsæti bíls, jafnvel þótt búið sé að gera öryggispúðann óvirkan. Ástæðan er sú að framsætið er á því svæði bílsins sem líklegast er til að verða fyrir árekstri.

Bílsessur (28 til 36 kg)

Barnabílstóll er alltaf öruggari en bílsessa og því er mælt með að börn noti barnabílstól eins lengi og hámarksþyngd leyfir.Eftir það er mælt með að barn noti bílsessu með baki eins lengi og hægt er, eða þar til barnið hefur náð 36 kg eða 10-12 ára aldri. Þá fyrst er hægt að byrja að nota eingöngu bílbelti.

Bílsessa með baki

Eindregið er mælt með að notuð sé bílsessa með baki þar sem bakið á sessunni veitir barninu vörn fyrir höfuð, háls og hrygg. Á slíkum sessum er oftast líka hægt að þræða beltinu í gegn þannig að það liggi rétt á barninu, bæði yfir öxl og mjaðmir.

Bílsessa án baks

Spurt og svarað