Vernd fyrir tækin sem þú notar mest

Snjall­trygging

Það getur verið dýrt ef síminn, snjallúrið eða fartölvan verður fyrir tjóni og þú þarft að láta gera við tækið eða kaupa nýtt. Þess vegna mælum við með að þú kaupir Snjalltryggingu.

Snjalltrygging er hugsuð fyrir þá sem eru 18-25 ára og eru ekki fluttir að heiman. Með henni geta þau tryggt þessi verðmætu tæki, jafnvel betur en með hefðbundinni innbústryggingu.

Snjalltrygging er einföld trygging sem tryggir snjalltæki, tölvur, reiðhjól og rafhlaupahjól. Þessi trygging er hugsuð fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum og er eigin áhætta í henni lægri en í Fjölskylduvernd og afskriftir hægari, sem þýðir að útgreiddar bætur vegna tjóns geta verið hærri.

Tengdar síður

Tilkynna tjón