Við tryggjum þarfasta þjóninn

Í hestatryggingu Sjóvá er val um nokkar tegundir trygginga sem henta hestaeigendum, hvort sem þeir eiga reiðhesta, keppnishesta eða hesta sem þeir nota til ræktunar og undaneldis.

Yfirlit tryggingar

Með hestatryggingu okkar getur þú sett saman þær tryggingar sem henta þér best. Við erum með tryggingar sem eru samsettar líf- og afnotamissistryggingar og stakar tryggingar, t.d. vegna sjúkrakostnaðar og ábyrgðar sem fellur á eiganda hests vegna tjóna sem hestur kann að valda öðrum. Síðan er hægt að raða saman tryggingunum eftir þínum þörfum.

Aðrar tryggingar fyrir hestamenn

Hestamenn þurfa líka að huga að tryggingum fyrir sjálfa sig, fyrir búnaðinn sem fylgir hestamennskunni auk trygginga fyrir hesthúsin.

Hestatryggingar sem eru í boði

 

  • Sjúkrakostnaðartrygging

  • Líf- og heilsutrygging

  • Ábyrgðartrygging

  • Reiðhestatrygging

 

  • Góðhestatrygging

  • Kynbótahryssu og folaldatrygging

  • Afnotamissistrygging

  • Ófrjósemistrygging

Mikilvægt er að búa sjálfan sig vel til útreiða og tryggja öryggi með því að nota réttan búnað.  Óhöpp geta þó alltaf orðið og því þurfa hestaeigendur að huga að því að tryggja sjálfa sig, fasteignir og búnað.

Slysatrygging greiðir bætur í kjölfar slyss sem hestamaður kann að verða fyrir. Slysatrygging innifelur bætur vegna varanlegrar örorku auk þess sem hægt er að innifela bætur bæði vegna tímabundins starfsorkumissis og dánarbætur vegna slyss. Bótagreiðslur vegna tímabundins starfsorkumissis geta varað frá einu ári upp í fimm ár.

Öll hesthús eiga að vera brunatryggð samkvæmt lögum og er verðmæti þeirra ákveðið samkvæmt brunabótamati frá Fasteignamati ríkisins. Einnig er skynsamlegt að vera með húseigendatryggingu á hesthúsum en hún bætir m.a. foktjón og glertjón auk tjóns vegna vatns sem flæðir úr leiðslukerfi hússins.

Mikil verðmæti eru geymd í hesthúsum og mikilvægt að huga að því að það innbú þess sé rétt tryggt. Við mælum með því að eigendur hesthúsa skoði vel með tryggingaráðgjafa hvernig best sé að tryggja innbú hesthússins.

Þeir sem eiga hestakerrur geta tryggt þær í vagnakaskótryggingu.

Skilmáli

Eyðublöð

Aðrar tryggingar

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett trygging úr 8 þáttum og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni annarra en brunatjóna.

Eignatrygging lausafjár

Eignatrygging bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns, innbrots eða foks.

SJ-WSEXTERNAL-3