Hvort sem þú átt reiðhesta, keppnishesta eða hesta sem þú notar til ræktunar og undaneldis þá er mikilvægt að tryggja þá.
Þannig getur þú mætt óvæntum sjúkrakostnaði eða afnotamissi ef hesturinn veikist eða slasast, og tryggt þig fyrir ýmsu tjóni sem hesturinn getur valdið.
Þú sækir um hestatryggingu með því að fylla út beiðnina hér fyrir neðan og senda okkur hana á sjova@sjova.is.
Hestatrygging er samsett trygging fyrir hesta með valkvæðum liðum sem þú getur sett saman eftir þínum þörfum.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Sjúkrakostnaðartrygging greiðir kostnað vegna: | Sjúkrakostnaðartrygging greiðir ekki kostnað vegna: |
|
|
Líftrygging greiðir bætur: | Líftrygging bætir ekki: |
|
|
Afnotamissistrygging reið- og keppnishesta greiðir bætur ef hesturinn er úrskurðaður algerlega og varanlega ónothæfur til reiðar eða vinnu vegna: | Afnotamissistrygging reið- og keppnishesta greiðir ekki bætur vegna: |
|
|
Afnotamissistrygging stóðhesta greiðir bætur vegna: | Afnotamissistrygging stóðhesta greiðir ekki bætur vegna: |
|
|
Afnotamissistrygging fyrir kynbótahryssur greiðir bætur ef hryssan er úrskurðuð algerlega og varanlega ónothæf til ræktunar vegna: | Afnotamissistrygging fyrir kynbótahryssur greiðir ekki bætur vegna: |
|
|
Ábyrgðartrygging greiðir bætur vegna: | Ábyrgðartrygging bætir ekki tjón: |
|
|
Ekki er hægt að innifela afnotamissistryggingu nema að líftrygging sé fyrir hendi.
Hestatrygging undanskilur öll tjón sem lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja nær til.
Hestatrygging gildir á Íslandi.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. þeirri að fylgja skuli reglum sveitarfélaga um lausagöngu.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.