Hefur þú áhuga á bílum?

Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á bílum til starfa í deild ökutækjatjóna. Um er að ræða krefjandi starf sem felst meðal annars í kaupum og sölu ökutækja eftir tjón.

Við leitum að einstaklingi með:

  • Menntun á sviði bílgreina
  • Reynslu og þekkingu af viðskiptum með notuð ökutæki
  • Reynslu af tjónaviðgerðum ökutækja
  • Mikla þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
  • Góða samningatækni og færni í að vinna sjálfstætt

Starfið felur meðal annars í sér:

  • Kaup og sölu ökutækja sem lent hafa í tjóni
  • Ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini og verkstæði 
  • Yfirferð tjónamats frá verkstæðum

Umsóknafrestur er til og með 15. mars nk. Umsókn skal fylla út hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna í síma 4402000 eða hjalti.gudmundsson@sjova.is.

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu.

Kannanir sýna að starfsánægja hjá Sjóvá er með því allra mesta sem mælist hérlendis.

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.

Viðhengi

SJ-WSEXTERNAL-3