Stefna í samfélagsmálum

Við hjá Sjóvá teljum mikilvægt að starfa í sátt við samfélagið og umhverfið. Með því að haga starfseminni á samfélagslega ábyrgan hátt stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa.

Hlutverk Sjóvá er að tryggja verðmætin í lífi fólks

Við sinnum hlutverki okkar með því að lágmarka áhættu viðskiptavina sem lenda í tjóni og með því að vinna faglega að því að takmarka áhættu og tjón með markvissum forvörnum.

Kjarnastarfsemin snýst um að mæta áskorunum í samfélaginu með nýjum lausnum og framúrskarandi þjónustu og stuðla um leið að langtímaávinningi og arðsemi af rekstri félagsins til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Við byggjum á áratuga reynslu og sterkum tengslum við heimili og atvinnulíf. Við höfum á að skipa sterkri liðsheild starfsfólks og eigum dýrmætt samstarf við viðskiptavini og samtök um forvarnir og samfélagsmál. Með stuðningi við forvarna- og velferðarmál stuðlum við að öruggara samfélagi og auknum lífsgæðum. Okkar markmið er vera fyrsti kostur viðskiptavina við val á tryggingafélagi, eftirsóknarverður vinnustaður og álitlegur fjárfestingarkostur.

Við náum þessum markmiðum og stuðlum jafnframt að sjálfbærri þróun og arðsemi og vexti til framtíðar með góðum og gagnsæjum viðskiptaháttum, með því að vera leiðandi í forvörnum og með því að starfa í sátt við umhverfið.

 

Ábyrgur rekstur

Við höfum náð góðum árangri í því að nýta betur tjónamuni til þess að auka endurnýtingu. Dæmi um það er ábyrgari flokkun tjónabifreiða og meðferð varahluta bæði til þess að auka öryggi í umferðinni og minnka sóun.

Sjóvá stendur fyrir fjölda verkefna sem stuðla að ábyrgri nýtingu verðmæta, t.d. með því að hvetja til notkunar framrúðuplástra. Mikill kostnaður og úrgangur sparast þegar hægt er að gera við framrúðu í stað þess að skipta út fyrir nýja. Jafnt og þétt er unnið að rafvæðingu bíla sem notaðir eru við tjónaskoðun hjá Sjóvá og nú þegar hafa slíkir bílar verið teknir í notkun og hefur akstur og eldsneytisnotkun dregist talsvert saman frá fyrra ári. Lögð hefur verið áhersla á aukna flokkun sorps til endurvinnslu og betri nýtingu matvæla í mötuneyti sem skila ótvíræðum sparnaði fyrir félagið, umhverfið og samfélagið.

Sífellt fleiri viðskiptavinir kjósa pappírslaus viðskipti sem skilar minni pappírsnotkun og sparnaði í dreifingu. Breytingar á verklagi starfsfólks t.d. varðandi prentun gagna hefur einnig minnkað notkun pappírs.

Styrkir til góðra málefna

Sjóvá veitir árlega styrki til aðila sem vinna að ýmsum góðum málefnum í þágu samfélagsins. Sjóvá kappkostar að þeir fjármunir sem fara til styrktarmála styðji við hlutverk og stefnu félagsins. Sjóvá mun því styðja við og styrkja verkefni sem hafa fyrst og fremst forvarnargildi en auk þess styrkir félagið ýmis góðgerðarmál, íþrótta- og menningarstarf.

 

Meðal þess sem við styðjum við og styrkjum

SJ-WSEXTERNAL-2