Sjúkdómatrygging

Birt í: Viskubrunnurinn / 9. ágú. 2019 / Fara aftur í fréttayfirlit
Sjúkdómatrygging
Sjúkdómatrygging greiðir bætur ef þú greinist með einhvern af þeim sjúkdómum sem tryggingin tekur til, óháð því hvort sjúkdómurinn leiðir til óvinnufærni, örorku eða ekki.
Bæturnar eru greiddar í einu lagi og eru skattfrjálsar. Þannig geta þær mætt óvæntum útgjöldum og launatapi í kjölfar alvarlegra veikinda.
Öllum bótaskyldum sjúkdómum, aðgerðum er skipt í fjóra flokka. Ef greiddar eru bætur vegna sjúkdóms úr einum flokki, fellur tryggingin niður en viðskiptavinur getur óskað eftir því að tryggingin verði endurvakin innan þriggja mánaða frá því að hún féll úr gildi. Endurvakin trygging undanskilur þann flokk sem bætur voru greiddar úr.
Flokkarnir eru:
• Krabbamein
• Hjarta- og æðasjúkdómar
• Sjúkdómar í taugakerfi
• Aðrir vátryggingaratburðir

Hvað þarf viðskiptavinur að gera?

Viðskiptavinurinn getur sótt um og gengið frá kaupum á líftryggingu á sjova.is. Auðveldast er að ganga frá kaupum með því að nota rafræn skilríki. Ef hann er ekki með rafræn skilríki er hægt að prenta umsókn út, undirrita og koma með í hús eða senda til okkar. Ef umsókn er án athugasemda er hún gefin beint út, annars er kallað eftir nánari upplýsingum frá viðskiptavini.
Einnig er hægt að tala við ráðgjafa okkar sem útbýr tilboð og sendir síðan viðskiptavininum tengil á áhættumat sem hann getur fyllt út á netinu. Ráðgjafinn fær tilkynningu þegar búið er að fylla út áhættumatið og getur klárað að ganga frá tilboðinu.

Spurt og svarað

Ég á ekki börn eða húsnæði, þarf ég nokkuð sjúkdómatryggingu?
Margir telja að þörfin fyrir líf- og sjúkdómatryggingar komi fyrst til þegar stofnað er til fjölskyldu. Algengt er þó að ungt fólk sé mun fyrr komið með fjárhagslegar skuldbindingar, t.d. námslán og bílalán. Það getur einnig verið kostnaðarsamt að greinast með sjúkdóm. Útgjöld hækka oft á tíðum á meðan tekjur lækka. Bætur sjúkdómatryggingar geta mætt launatapi og óvæntum útgjöldum alvarlegra veikinda.
Eru börn tryggð í sjúkdómatryggingum foreldra sinna?
Já, í sjúkdómatryggingu Sjóvár eru börn tryggð fyrir sömu sjúkdómum og aðgerðum og foreldrar þeirra. Ef barn veikist greiðist helmingur tryggingarfjárhæðarinnar, þó ekki meira en 6,8 milljónir króna fyrir hvert barn.
Réttur foreldris til bóta úr sjúkdómatryggingunni skerðist ekki þó bætur séu greiddar vegna barna. Börn, stjúpbörn eða fósturbörn hins tryggða á aldrinum þriggja mánaða til átján ára njóta góðs af sjúkdómatryggingu Við bendum líka á að Sjóvá býður einnig upp á sérstaka Barnatryggingu.
Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?
Þú getur valið tvær iðgjaldaleiðir í sjúkdómatryggingu eins og hér segir:
  • Sjúkdómatrygging með aldurstengdu iðgjaldi.
    Það þýðir að vátryggingarfjárhæðin er verðtryggð og iðgjaldið hækkar með aldri.
  • Sjúkdómatrygging með jöfnu iðgjaldi.
    Þá haldast bæði vátryggingarfjárhæðin og iðgjaldið óbreytt út samningstímann. Ef þú reykir þá greiðir þú hærra iðgjald auk þess sem ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir geta haft áhrif líka.
SJ-WSEXTERNAL-2