Sæktu um rafræn skilríki hjá okkur
Nú geta viðskiptavinir okkar sótt um rafræn skilríki hjá okkur í Kringlunni 5. Það eina sem þarf að gera er að mæta til okkar með löggild skilríki, svo sem vegabréf. Ferlið er einfalt og þægilegt og tekur það aðeins um 20 mínútur að fá skilríkin afgreidd.
Vegna óvissu­stigs á Reykja­nesi
Vegna frétta um landris og mögulegt eldgos á Reykjanesi viljum við vekja athygli á að tjón á fasteignum og lausafé af völdum eldgosa falla lögum samkvæmt undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). Til að eiga rétt á bótum frá NTÍ vegna tjóns af völdum eldgosa þarf tjónsmunurinn að vera brunatryggður.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá - Áður birtar horfur felldar úr gildi

Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar á alþjóðavísu og þeirra áhrifa sem farið er að gæta í íslensku hagkerfi ríkir óvissa um birtar horfur félagsins fyrir rekstrarárið 2020 sem settar voru fram 13. febrúar sl. og eru þær því felldar úr gildi. Óvissan snýr einkum að afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem er háð þróun á eignamörkuðum. Í lok dags í gær 11. mars var afkoma af eignasöfnum félagsins óveruleg. Ákveðið hefur verið að uppfæra ekki horfur félagsins fyrr en betur er komið í ljós hver skammtíma- og langtímaáhrif verða á íslenskt hagkerfi. Eftir sem áður er félagið fjárhagslega sterkt og vel í stakk búið til að mæta þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir með afar traustan rekstur og efnahag.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 844-2136, fjarfestar@sjova.is

Sjóvá: Breytingar á skilmálum viðskiptavaka

Sjóvá hefur borist tilkynning frá Arion banka sem er annar aðila sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins sbr. tilkynningar Sjóvá til Kauphallar frá 3. desember 2019 og 20. febrúar 2020.

Hefur Arion banki tilkynnt að hann muni beita heimild í samningunum sem heimilar honum að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum, er varðar verðbil og fjárhæðir á meðan slíkt ástand varir.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is

Aðalfundur Sjóvá 12. mars 2020 - Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar

Framboðsfrestur til stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. rann út þann 7. mars 2020. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 12. mars kl. 15:00 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík:

Í framboði til stjórnar:

 • Bjórgólfur Jóhannsson
 • Guðmundur Örn Gunnarsson
 • Heimir V. Haraldsson
 • Hildur Árnadóttir
 • Ingi Jóhann Guðmundsson
 • Ingunn Agnes Kro
 • Jón Gunnar Borgþórsson
 • Már Wolfgang Mixa
 • Ragnar Karl Gústafsson

Í framboði sem varamenn í stjórn:

 • Erna Gísldóttir
 • Garðar Gíslason

Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63. gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Með því að fleiri framboð bárust ekki til varamennsku í stjórn eru frambjóðendur sem varamenn í stjórn sjálfkjörnir.

Framboðsfrestur til setu í tilnefningarnefnd félagsins rann einnig út þann 7. mars 2020.

Í framboði til tilnefningarnefndar:

 • Jón Birgir Guðmundsson
 • Katrín S. Óladóttir
 • Vilborg Lofts

Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63. gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins og starfsreglum nefndarinnar skal tilnefningarnefnd skipuð þremur mönnum og skulu þeir kosnir til tveggja ára á aðalfundi félagsins. Með vísan til greinar 2.3. í starfsreglum nefndarinnar mat stjórn félagsins á fundi sínum í dag að allir frambjóðendurnir væru óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess. Þar sem fleiri framboð bárust ekki til setu í tilnefningarnefnd eru ofangreindir frambjóðendur því sjálfkjörnir til setu í nefndinni til næstu tveggja ára.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og til setu í tilnefningarnefnd er að finna í viðhengjum, auk skýrslu tilnefningarnefndar. Önnur fundargögn tengd aðalfundinum má nálgast á vef félagsins www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/adalfundur-2020/

Viðhengi

Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-2