Breytingar á stjórn
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður, tekur við stjórnarformennsku í stað Björgólfs Jóhannssonar, sem víkur tímabundið úr stjórn Sjóvá.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Aðal­fundur Sjóvá-Al­mennra trygg­inga hf., sem hald­inn var 15. mars 2019, veitti stjórn fé­lags­ins heim­ild til að kaupa allt að 138.919.676 eigin hluti í fé­lag­inu, en það jafn­gildir 10% af út­gefnu hlutafé fé­lags­ins þegar tekið hefur verið til­lit til hluta­fjár­lækk­unar sem samþykkt var á sama aðal­fundi. Heim­ild­ina skal ein­ungis nýta í þeim til­gangi að setja upp form­lega end­ur­kaupa­áætlun eða til þess að gera hlut­höfum al­mennt tilboð um kaup á eigin bréfum. Heim­ildin gildir í 18 mánuði og tak­mark­ast við að eign­ar­hald fé­lags­ins og dótt­ur­fé­laga þess fari ekki um­fram 10% af heild­ar­hlutafé fé­lags­ins á hverjum tíma.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. til­kynntu um fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­unar þann 27. maí 2019 og keypti fé­lagið sam­kvæmt áætl­un­inni sam­tals 13.333.333 eigin hluti að kaup­verði 245.864.177 krónur, eða sem nemur 0,96% af út­gefnu hlutafé í Sjóvá-Al­mennum trygg­ingum hf. Kaupum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni lauk þann 15. ág­úst 2019.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. til­kynntu um fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­unar þann 2. sept­em­ber 2019 og keypti fé­lagið sam­kvæmt áætl­un­inni sam­tals 15.060.241 eigin hluti að kaup­verði 236.119.402 krónur, eða sem nemur 1,08% af út­gefnu hlutafé í Sjóvá-Al­mennum trygg­ingum hf. Kaupum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni lauk þann 29. októ­ber 2019.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. til­kynntu um fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­unar þann 31. október 2019 og keypti fé­lagið sam­kvæmt áætl­un­inni sam­tals 14.196.228 eigin hluti að kaup­verði 249.999.984 krónur, eða sem nemur 1,02% af út­gefnu hlutafé í Sjóvá-Al­mennum trygg­ingum hf. Kaupum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni lauk þann 26. nóvember 2019.

Stjórn Sjóvá-Al­mennra trygg­inga hf. hefur á grund­velli fram­an­greindrar heim­ildar og að teknu til­liti til kaupa á eigin hlutum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni sem lauk þann 26. nóvember 2019 tekið ákvörðun um frek­ari kaup á eigin hlutum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætlun í þeim til­gangi að lækka út­gefið hlutafé fé­lags­ins. End­ur­kaupin munu að há­marki nema 12.658.228 hlutum eða 0,91% af út­gefnum hlutum í fé­lag­inu, en þó þannig að heild­ar­kaup­verð verði ekki hærra en 250 millj­ónir króna. Gert er ráð fyrir að end­ur­kaupum sam­kvæmt áætl­un­inni ljúki í síðasta lagi 6. mars 2020.

Kaup sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni verða fram­kvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að há­marki nema 1.497.945 hlutum eða sem nemur 25% af meðaltali dag­legra viðskipta með hluta­bréf fé­lags­ins á aðal­markaði Kaup­hallar Íslands hf. í desember 2019. End­ur­gjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyr­ir­liggj­andi óháða kauptilboði í þeim viðskipta­kerfum þar sem viðskipti með hlut­ina fara fram, hvort sem er hærra.

Markaðsviðskipti Lands­bank­ans hf. mun hafa um­sjón með fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar og taka allar viðskipta­ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tíma­setn­ingu kaup­anna óháð fé­lag­inu.

Fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar verður í sam­ræmi við lög um hluta­fé­lög nr. 2/​1995 og viðauka við reglu­gerð um inn­herja­upp­lýs­ingar og markaðssvik nr. 630/​2005.

Viðskipti fé­lags­ins með eigin hluti á grund­velli end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar verða til­kynnt eigi síðar en við lok sjö­unda viðskipta­dags eftir að viðskiptin fara fram.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. eiga 42.589.802 hluti, eða sem nemur 3,07% af út­gefnu hlutafé áður en end­ur­kaup sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni hefjast.

Nánari upplýsingar

Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Sigríður Vala Hall­dórs­dóttir í síma 844-2136 eða á net­fangið fjarfestar@sjova.is

Sjóvá: Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum til stjórnar

Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Sjóvár vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 12. mars 2020.

Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til loka sunnudagsins 2. febrúar 2020. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði félagsins á slóðinni https://www.sjova.is/json/Eydublod/EYB-0208/frambod-stjornarsetu.pdf og skal skila á netfangið tilnefningarnefnd@sjova.is.

Tillaga nefndarinnar um stjórn félagsins verður kynnt samhliða aðalfundarboði sem birt verður skemmst þremur vikum fyrir aðalfund.

Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm sólarhringum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki, en um þau framboð verður ekki fjallað í tillögu tilnefningarnefndar. Nefndin áskilur sér þó rétt til að endurskoða tillögu sína þar til tíu dögum fyrir aðalfund.

Sjóvá - Fjárhagsdagatal 2020

Fjórði ársfjórðungur 2019                13. febrúar 2020

Aðalfundur 2020                              12. mars 2020

Fyrsti ársfjórðungur 2020                14. maí 2020

Annar ársfjórðungur 2020               20. ágúst 2020

Þriðji ársfjórðungur 2020                 29. október 2020

Fjórði ársfjórðungur 2020                11. febrúar 2021

Aðalfundur 2021                              12. mars 2021


Vinsamlegast athugið að ofangreindar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“) hefur gengið til samninga við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Sjóvá í Kauphöll Íslands NASDAQ OMX Iceland. Samningi við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt hefur verið sagt upp.

Fjárhæð kaup- og sölutilboða, skal vera að lágmarki 1.000.000 bréf af nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 80 m.kr. ISK að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Arion banka heimilt að auka hámarksverðbil í 4,0%.

Samningurinn er ótímabundinn kemur til framkvæmda frá og með 17. desember 2019. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.

Eftir að þessar breytingar koma til framkvæmda eru eftirfarandi tveir viðskiptavakar með bréf Sjóvá í Kauphöll Íslands; Arion banki hf. og Landsbankinn hf.

Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-3