Sjóvá - Niðurstöður aðalfundar og ársskýrsla félagsins

Í meðfylgjandi viðhengi er að finna samantekt á helstu niðurstöðum aðalfundar Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2019, sem fram fór í dag 15. mars.

Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2018 hefur verið gefin út. Skýrslan er eingöngu gefin út í vefútgáfu. Ársskýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð: https://arsskyrsla.sjova.is/

Viðhengi

Aðalfundur Sjóvár 15. mars 2019 - Framboð til stjórnar

Framboðsfrestur til stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. rann út þann 10. mars 2019. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður föstudaginn 15. mars kl. 15:00 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík:

Í framboði til stjórnar

 • Björgólfur Jóhannsson
 • Heimir V. Haraldsson
 • Helga Sigríður Böðvarsdóttir
 • Hildur Árnadóttir
 • Hjördís E. Harðardóttir
 • Ingi Jóhann Guðmundsson

Jón Bjarni Gunnarsson, sem áður hafði lýst yfir framboði til stjórnar, hefur dregið framboð sitt til baka.

Í framboði sem varmenn í stjórn

 • Erna Gísladóttir
 • Garðar Gíslason

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Með því að fleiri framboð bárust ekki til varamennsku í stjórn eru frambjóðendur sem varamenn í stjórn sjálfkjörnir. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna í meðfylgjandi viðhengi.

Önnur fundargögn tengd aðalfundinum má nálgast á vefsvæði félagsins, www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir.

Viðhengi

Aðalfundur Sjóvá 15. mars 2019 - Endanlegar tillögur og dagskrá

Samkvæmt samþykktum Sjóvá-Almennra trygginga hf. skal a.m.k. þremur dögum fyrir aðalfund birta upplýsingar um þær tillögur og ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn og eftir atvikum endurskoðaða dagskrá fundarins.

Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests sem var 5. mars sl. og er dagskrá aðalfundar því óbreytt frá fyrri tilkynningu félagsins 21. febrúar 2019. Fyrir aðalfundinn liggja því óbreyttar tillögur og ályktanir frá stjórn félagsins sbr. meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi

Aðalfundur Sjóvár 15. mars 2019 - Tillaga og skýrsla tilnefningarnefndar

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur boðað til aðalfundar, sem haldinn verður í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, föstudaginn 15. mars 2019 og hefst kl. 15:00.

Á dagskrá fundarins er m.a. kosning stjórnar en í fundarboði þann 21. febrúar sl. var, vegna eðlis og umfangs hæfnismats tilnefningarnefndar félagsins, mælst til þess að framboð til stjórnar bærust tilnefningarnefnd skemmst tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. fyrir kl. 15:00 föstudaginn 1. mars sl. Lögboðinn framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 10. mars kl. 15:00.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má sjá í meðfylgjandi skýrslu tilnefningarnefndar.

 • Björgólfur Jóhannsson
 • Heimir V. Haraldsson
 • Helga Sigríður Böðvarsdóttir
 • Hildur Árnadóttir
 • Hjördís E. Harðardóttir
 • Ingi Jóhann Guðmundsson
 • Jón Bjarni Gunnarsson

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér sem varmenn í stjórn.

 • Erna Gísladóttir
 • Garðar Gíslason

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Tilnefningarnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust innan tilskilins frests og leggur hún til að Björgólfur Jóhannsson, Heimir V. Haraldsson, Hildur Árnadóttir, Hjördís E. Harðardóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson verði kosin í stjórn félagsins og að Erna Gísladóttir og Garðar Gíslason verði kosin sem varamenn í stjórn.

Þegar lögboðinn framboðsfrestur er runninn út og að lágmarki tveimur dögum fyrir aðalfund verður tilkynnt um endanlegan lista frambjóðenda.

Viðhengi

Aðalfundur Sjóvá 15. mars 2019

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, föstudaginn 15. mars 2019 og hefst kl. 15:00.

Fundarboð með nánari upplýsingum um aðalfundarstörf er að finna í meðfylgjandi viðhengi ásamt drögum að dagskrá fundarins og tillögum sjórnar.

Viðhengi

Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-3