Breytingar á samningi um viðskiptavakt

Breytingar hafa verið gerðar á samningi við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Nú skal verðbil kaup- og sölutilboða ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.

Breytingarnar eru gerðar í tengslum við innleiðingu á MiFID II reglugerðinni og taka gildi 2. september 2021

Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Vala Halldórsdóttir(fjarfestar@sjova.is)