Sjóvá: Óskað hefur verið eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til lækkunar hlutafjár

Á stjórnarfundi Sjóvá í dag var tekin ákvörðun um að óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til lækkunar hlutafjár fyrir 2.500 m.kr. sem greitt verður til hluthafa. Tilgangur hlutafjárlækkunarinnar er að laga fjármagnsskipan félagsins að áhættuvilja stjórnar en gjaldþolshlutfall félagsins liggur nú fyrir ofan efri mörk áhættuviljans. Fáist samþykki fyrir hlutafjárlækkuninni mun stjórn boða til hluthafafundar.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is


pd0sdwk00005L