Lækkun hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Skráð hefur verið í Fyrirtækjaskrá hlutafjárlækkun í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. að nafnverði kr. 1.851.174, en á aðalfundi félagsins þann 12. mars sl. var samþykkt eftirfarandi tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins:

„Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. haldinn 12. mars 2021 samþykkir að hlutafé félagsins verði, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, lækkað um kr. 1.851.174 að nafnverði til jöfnunar eigin hluta á grundvelli ákvæða laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Hlutafé félagsins lækkar þar með úr kr. 1.335.957.552 að nafnverði í kr. 1.334.106.378 að nafnverði.“

Í greinargerð stjórnar með tillögunni kom fram að lækkunin myndi verða framkvæmd eftir að lögboðin skilyrði fyrir lækkuninni hefðu verið uppfyllt, svo sem heimild Fyrirtækjaskrár og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Lagaskilyrðum fyrir lækkun hlutafjárins hefur nú verið fullnægt og lækkunin verið framkvæmd, auk þess sem óskað hefur verið eftir að skráð hlutafé félagsins í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. verði lækkað til samræmis.

Skráð hlutafé Sjóvá-Almennra trygginga hf. eftir lækkunina er að nafnverði kr. 1.334.106.378, en var fyrir lækkunina kr. 1.335.957.552 að nafnverði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda. Eftir hlutafjárlækkunina á Sjóvá 14.092.830 eigin hluti eða sem nemur um 1,06% af heildarhlutafé eftir lækkun. Niðurfærslan hefur ekki áhrif á hlutafé í eigu annarra hluthafa en félagsins sjálfs.


pd0sdwk0000HZ