Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið

Í viku 13 keypti Sjóvá hf. enga eigin hluti.

Er hér um að ræða reglubundna tilkynningu um kaup á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 10. mars 2021.

Sjóvá á 8.316.234 eigin hluti eða sem nemur 0,62% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 6.465.060 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,48% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 191.592.053 kr. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup nema að hámarki 15.923.567 hlutum eða sem nemur 1,2% af útgefnum hlutum í félaginu þó ekki meira en 500.000.000 kr. Sjóvá á samtals 0,62% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.335.957.552.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Hall­dórs­dóttir í síma 844-2136 eða á net­fangið fjarfestar@sjova.is


pd0sdwk000067