Sjóvá: Upplýsingar í aðdraganda ársuppgjörs

Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma fyrir skatta vera um 3.000 m.kr. og samsett hlutfall á fjórðungnum um 90%. Afkoma fyrir skatta á árinu 2020 mun samkvæmt þessu vera um 5.900 m.kr. og samsett hlutfall um 92%. Samsett hlutfall er í takt við birtar horfur en afkoma af fjárfestingastarfsemi miklu betri sökum jákvæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði á fjórða ársfjórðungi. Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og endurskoðun ekki lokið og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 11. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is


SJ-WSEXTERNAL-3