Sjóvá: Niðurstöður hluthafafundar 25. nóvember 2020

Hluthafafundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. var haldinn kl. 10:00 þann 25. nóvember 2020. Fundurinn var haldinn í fundarsölum F og G á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, auk þess að vera sendur út rafrænt.

Eftirfarandi eru niðurstöður fundarins:

1.       Ákvörðun um tillögu stjórnar um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári

Tillaga stjórnar um að ekki verði greiddur út arður vegna rekstrarársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 komi til hækkunar á eigin fé félagsins var samþykkt.

2.       Önnur mál löglega fram borin

Engin önnur mál voru tekin fyrir á fundinum.


SJ-WSEXTERNAL-2