Sjóvá: Tilkynning vegna endurmats á virði Gamma Novus

Endurmat á virði Gamma Novus, óskráðs fasteignasjóðs, sem tilkynnt var um í morgun leiddi til þess að gengi sjóðsins var fært verulega niður. Áhrif þessarar niðurfærslu á afkomu af fjárfestingastarfsemi Sjóvá- Almennra trygginga hf. er neikvæð um 155 m.kr.

Uppfærðar horfur um samsett hlutfall og afkomu ársins 2019 og næstu 12 mánuði verða kynntar á afkomukynningu félagsins fyrir þriðja ársfjórðung þann 31. október nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is.

SJ-WSEXTERNAL-3