Aðalfundur Sjóvár 15. mars 2019 - Framboð til stjórnar

Framboðsfrestur til stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. rann út þann 10. mars 2019. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður föstudaginn 15. mars kl. 15:00 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík:

Í framboði til stjórnar

  • Björgólfur Jóhannsson
  • Heimir V. Haraldsson
  • Helga Sigríður Böðvarsdóttir
  • Hildur Árnadóttir
  • Hjördís E. Harðardóttir
  • Ingi Jóhann Guðmundsson

Jón Bjarni Gunnarsson, sem áður hafði lýst yfir framboði til stjórnar, hefur dregið framboð sitt til baka.

Í framboði sem varmenn í stjórn

  • Erna Gísladóttir
  • Garðar Gíslason

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Með því að fleiri framboð bárust ekki til varamennsku í stjórn eru frambjóðendur sem varamenn í stjórn sjálfkjörnir. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna í meðfylgjandi viðhengi.

Önnur fundargögn tengd aðalfundinum má nálgast á vefsvæði félagsins, www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir.

Viðhengi

pd0sdwk000067