Sjóvá: Stefnt að útgáfu víkjandi skuldabréfa

Eins og fram kom í tilkynningu til markaðarins í kauphöll þann 20. september sl. tók stjórn Sjóvár ákvörðun um að stefnt skyldi að útgáfu víkjandi skuldabréfa. Nú hefur verið ákveðið að stefna að því að gefa út víkjandi skuldabréf fyrir 1.000 m.kr. að nafnvirði náist ásættanleg kjör. Útgáfan mun tilheyra eiginfjárþætti 2 (e. Tier 2) og miðar að því að gera fjármagnsskipan félagsins sem hagkvæmasta. Samið hefur verið við Fossa markaði hf. um að vera ráðgefandi í útgáfu og sölu skuldabréfanna og stefnt er að skráningu þeirra í kauphöll á árinu 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is

SJ-WSEXTERNAL-2