Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Ársuppgjör 2017

Hagnaður 1.746 m.kr. á árinu 2017

Árið 2017 og horfur  

 • Heildarhagnaður 1.746 m.kr. (2016: 2.690 m.kr.)
 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 1.158 m.kr. (2016: 646 m.kr.)
 • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 927 m.kr. (2016: 2.419 m.kr.)
 • Ávöxtun eignasafns félagsins 5,9% (2016: 10,1%)
 • Hagnaður á hlut 1,19 kr. (2016: 1,75 kr.)
 • Horfur fyrir árið 2018 eru að samsett hlutfall verði um 96% (1F: 98%, 2F: 97%, 3F: 95%, 4F: 96%) og að hagnaður fyrir skatta verði um 2.800 m.kr.
 • Tilkynnt verða frávik umfram 5 prósentustig í samsettu hlutfalli innan fjórðunga.

Fjórði ársfjórðungur 2017

 • Heildarhagnaður 416 m.kr. (4F 2016: 1.124 m.kr.)
 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 274 m.kr. (4F 2016: 176 m.kr.)
 • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 310 m.kr. (4F 2016: 1.113 m.kr.)
 • Ávöxtun eignasafns félagsins 1,7% (4F 2016: 3,8%)
 • Hagnaður á hlut 0,29 kr. (4F 2016: 0,73)

Hermann Björnsson, forstjóri:
Vátryggingarekstur styrkist frá fyrra ári við krefjandi aðstæður þar sem tjónakostnaður eykst í takt við aukin umsvif í þjóðfélaginu. Hagnaður af vátryggingastarfsemi nær tvöfaldast á milli ára, fer úr 646 m.kr. 2016 í 1.158 m.kr árið 2017. Samsett hlutfall ársins nemur 99,4% samanborið við 100,9% á árinu 2016. Segja má að afkoma af fjárfestingarstarfsemi hafi verið viðunandi sé litið til þess að verðbréfamarkaðir voru mjög sveiflukenndir á árinu og skiluðu um tíma neikvæðri ávöxtun. Við þessar aðstæður er ánægjulegt að vátryggingarekstur skili bættri afkomu.

Við getum með stolti greint frá því að Sjóvá var í fyrsta sinn efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni á árinu 2017. Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þá niðurstöðu en árangurinn er uppskera markvissrar vinnu alls starfsfólks. Starfsandi hjá Sjóvá mælist með því allra hæsta sem þekkist hér á landi og byggir m.a. á fullkomnu launajafnrétti og jafnri kynjaskiptingu. Unnið verður að áframhaldandi styrkingu vátryggingarekstrar á árinu auk þess sem lögð verður áhersla á þróun stafrænna lausna til að bæta enn frekar þjónustu og auka möguleika okkar viðskiptavina til að eiga við okkur samskipti með þeim hætti sem þeir kjósa.“

Stjórn leggur til að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2017 sem nemur 1,05 kr. á hlut eða 1.500 m.kr. Stjórn leggur til við aðalfund endurkaupaáætlun.

Kynningarfundur 15. febrúar kl. 16:15
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi 2017, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

The News Announcement and Investors' Presentation in English will be available on the website www.sjova.is

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is 

Helstu niðurstöður og lykiltölur

4F4F12M12M
20172016%20172016%
Vátryggingastarfsemi
Iðgjöld tímabilsins4.2114.0513,9%16.38315.3996,4%
Hluti endurtryggjenda í iðgjaldatekjum(214)(210)2,1%(845)(911)-7,3%
Eigin iðgjöld3.9973.8414,0%15.53914.4887,3%
Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri25918341,9%1.06277736,6%
Aðrar tekjur 45434,8%73149-51,2%
Heildartekjur af vátryggingarekstri  4.3014.0675,8%16.67415.4158,2%
Tjón tímabilsins(3.177)(3.008)5,6%(12.160)(11.259)8,0%
Hluti endurtryggjenda í tjónum tímabilsins808857,3%259(2)
Eigin tjón (3.096)(2.999)3,2%(11.901)(11.261)5,7%
Rekstrarkostnaður af vátryggingarekstri(931)(892)4,3%(3.614)(3.507)3,0%
Heildargjöld af vátryggingarekstri(4.027)(3.892)3,5%(15.515)(14.769)5,1%
Hagnaður/tap af vátryggingarekstri 27417656,2%1.15864679,2%
Fjárfestingarstarfsemi
Fjárfestingartekjur af fjárfestingarstarfsemi3901.176-66,9%1.2022.657-54,8%
Rekstrarkostnaður af fjárfestingarstarfsemi(79)(72)10,6%(275)(239)15,3%
 
Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi  3101.1139272.419
Hagnaður fyrir tekjuskatt 5841.2792.0853.065
Tekjuskattur(169)(156)(339)(375)
Heildarhagnaður tímabilsins4161.1241.7462.690

 

 

4F4F12M12M
2017201620172016
Tjónahlutfall75,4%74,2%74,2%73,1%
Endurtryggingahlutfall2,1%3,9%3,1%5,0%
Tjóna- og endurtryggingahlutfall77,5%78,1%77,3%78,1%
Kostnaðarhlutfall22,1%22,0%22,1%22,8%
Samsett hlutfall99,6%100,1%99,4%100,9%
Ávöxtun eigin fjár10,9%26,6%10,7%15,9%
Hagnaður á hlut0,290,731,191,75
Eigið fé15.20617.45415.20617.454
Gjaldþolshlutfall SII fyrir arð1,641,911,641,91
Gjaldþolshlutfall SII eftir arð1,481,61

pd0sdwk000067