Varað við veðri yfir jóladagana

Varað við veðri yfir jóladagana

Sjóvá vill vekja athygli á veðurspánni yfir jóladagana. Í dag, Þorláksmessu, er búist við stormi norðvestan til á landinu síðdegis. Á aðfangadag og jóladag er spáð stormi og/eða hvassviðri með slæmu ferðaveðri norðan og austanlands. Gera má ráð fyrir svipuðu veðri fram á annan í jólum.

Á heimasíðu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er fólk hvatt til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan veðrið gengur yfir. Sjóvá hvetur bílstjóra sem þurfa að vera á ferðinni að athuga aðstæður og veðurspá vel áður en lagt er af stað og vera í sambandi við lögreglu eða Vegagerðina fyrir frekari upplýsingar.

Á vindakorti Sjóvár má einnig sjá hvar eru þekktir hviðustaðir á fjölförnum þjóðvegum landsins.

SJ-WSEXTERNAL-2