Núna eiga tjón­lausir viðskipa­vinir okkar í Stofni von á end­ur­greiðslu.

Núna eiga tjón­lausir viðskipa­vinir okkar í Stofni von á end­ur­greiðslu.

Okkur finnst að tjón­lausir viðskiptavinir eigi að njóta betri kjara.

Þess vegna fá tjón­lausir viðskipa­vinir okkar í Stofni end­ur­greiðslu.


 Í febrúar ár hvert fá fjölmargir tjón- og skuldlausir viðskiptavinir okkar í Stofni endurgreiðslu. 

Við hjá Sjóvá erum stolt af því að vera eina tryggingafélagið á Íslandi sem umbunar viðskiptavinum sínum fyrir tjónleysi og það gerum við með Stofnendurgreiðslunni.

Stofnendurgreiðslu fær viðskiptavinur:

 • Sem er í Stofni þegar endurgreiðslan fer fram
 • Hefur verið í Stofni í að minnsta kosti einn mánuð á því tímabili sem endurgreitt er fyrir.
 • Hefur greitt iðgjöld þess tímabils sem endurgreitt er fyrir.
 • Er tjónlaus á endurgreiðslutímabilinu. Þeir sem lenda í tjóni sem er lægra en endugreiðslan sem þeir eiga rétt á, fá mismuninn endurgreiddan.

Spurt og svarað
Hver fær Stofnendurgreiðslu?
Vátryggingartaki fjölskylduverndar fær Stofnendurgreiðsluna. Ef maki eða sambýlisfólk eru bæði með fjölskylduvernd er Stofnendurgreiðslan greidd til þess aðila sem er með nýrra skírteinið (athugið að nýrra skírteinið getur verið fallið en var í gildi á endurgreiðslutímabilinu).
Hvenær er endurgreitt? Hjá þeim sem ekki eru með fastan gjalddaga skráðan í samningaskrá þá fer endurgreiðslan fram í febrúar ár hvert. Hjá þeim sem skráðir eru með fastan gjalddaga í samningaskrá fer Stofnendurgreiðslan fram mánuði eftir árlegan gjalddaga. Ef hjón eða sambúðarfólk eru skráð með mismunandi fasta gjalddaga í samningaskrá þá fer endurgreiðslan fram í febrúar ár hver.

-

Hve há er Stofnendurgreiðslan?
Stofnendurgreiðslan er 10% af iðgjöldum þeirra trygginga sem falla undir Stofn. Ekki er endurgreiðsla af opinberum gjöldum.

-

Hvernig kemst ég í Stofn?

Ef þú kaupir Fjölskylduvernd og tvær aðrar tegundir trygginga úr listanum hér að neðan ferð þú sjálfkrafa í Stofn.

 • Fjölskylduvernd - Fjölskylduvernd er alltaf grunnurinn að Stofni
 • Lögboðin ökutækjatrygging einkabíls eða mótorhjóls 1
 • Kaskótrygging einkabíls eða bifhjóls
 • Fasteignatrygging
 • Sjúkra- og slysatrygging
 • Almenn slysatrygging
 • Líftrygging, Sjúkdómatrygging, Barnatrygging 2
 • Sumarhúsatrygging
SJ-WSEXTERNAL-2