25% afsláttur af dekkjum til viðskiptavina í Stofni

Sjóvá hefur í samstarfi við MAX1 bílavaktina ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum í Stofni verulegan afslátt af Nokian dekkjum. Einnig stendur þeim til boða umfelgun á 2.500 krónur á þjónustustöðvum MAX1 ef keypt eru dekk. Þeir viðskiptavinir sem búa úti á landi og geta ekki nýtt sér tilboð á umfelgun býðst hins vegar frír flutningur á dekkjunum.

Með þessu vill Sjóva stuðla að auknu umferðaröryggi og fækkun slysa í umferðinni. Reynsla okkar sýnir að allt of mörg óhöpp og slys í umferðinni yfir vetrartímann, má rekja til lélegra dekkja. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að nýta sér tilboðið og hugi tímanlega að undirbúningi bílsins fyrir veturinn.

Dekkin sem MAX 1 býður í tilboðinu eru frá Nokian. Nokian er finnskt fyrirtæki með mikla reynslu í þróun dekkja fyrir erfiðar aðstæður enda hafa dekkin fengið góða einkunn í úttekt fagaðila á þessu sviði.

Nánar má lesa um tilboðið hér.