Ökutækjatjón - Leiðbeiningar

Útfylling tjónstilkynningar

Árekstur

Fylla þarf út rafræna tjónstilkynningu þegar tvö eða fleiri ökutæki lenda í árekstri.

Tjónið tilkynnt: árekstur tveggja eða fleiri ökutækja

Til þess að við getum afgreitt ökutækjatjón milli tveggja aðila fljótt og örugglega verðum við að fá tjónstilkynningu rafrænt eða á pappír.

 • Einfaldast og fljótlegast er að fylla út tjónstilkynningu rafrænt hér á vefnum. 
 • Ef þú fyllir út tjónstilkynningu á pappír (sjá leiðbeiningar) þarf að koma með hana eða senda hana til okkar - Sjóvá, Kringlunni 5, 103 Reykjavík.
 • Kallaðu til Aðstoð og öryggi eða lögreglu ef ökumenn eru ekki sammála um málavexti

Tilkynna ökutækjatjónLeiðbeiningar fyrir útfyllingu tjónstilkyninngar á pappír

Hér eru leiðbeiningar um útfyllingu tjónstilkynningar á pappír. Það er nauðsynlegt að tjónstilkynningar séu skilmerkilega útfylltar.

Í því sambandi má nefna að eftirfarandi atriði þurfa að vera skráð á framhlið skýrslunnar:

 • Dagsetning (1)
 • Tjónsstaður (2)
 • Skráður eigandi (6)
 • Númer ökutækis (7)
 • Vátryggingafélag (8)
 • Ökumaður (9)
 • Merking á tjónsatvikum (12)
 • Vettvangsteikning (13)
 • Undirritun ökumanna (15)

Ef ekkert af upptalningunum á tjónsatvikum á við er aðilum gefinn kostur á að skrá aðrar upplýsingar, neðst á framhlið tjónstilkynningarinnar, sem hægt er að nota í þessum tilvikum (liður 14).

Framhlið tjónstilkynningarinnar skiptist í raun í tvennt:

 • Ökutæki A
 • Ökutæki B

Ekki skiptir máli hvort tjónvaldur er A eða B.

Það sem skiptir mestu máli er að 

 • Allar upplýsingar um A séu færðar inn á vinstri helming (blár) tjónstilkynningarinnar
 • Upplýsingar um B á hægri helminginn (gulur)
Dæmi:

B bakkar úr stæði og lendir á A sem ók framhjá í sömu andrá. Merkt skal við hægra megin (gulur) í reiti 4 og 14 í tjónsatvikum

Bakhlið tjónstilkynningar:

Svara þarf spurningum sem eru á bakhlið tjónstilkynningarinnar og jafnframt þarf að vera nákvæm lýsing (í lið 29) á aðdraganda tjónsins frá ökumanni ásamt undirritun. 

Vanti eitthvað af þessum atriðum þarf að leita aftur til aðila málsins um nánari útfærslu sem aftur leiðir til lengri afgreiðslutíma. Auk þess er hætta á að tryggingafélagið komist að rangri niðurstöðu vegna ónógra upplýsinga.

Eyðublað fyrir tjónstilkynningu á að vera í hverjum bíl. Ef þig vantar tjónstilkynningu getur þú sótt hana til okkar eða sent okkur tölvupóst og við sendum þér hana.

 

SJ-WSEXTERNAL-2