Það er einfalt að tilkynna tjón á vefnum

Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.

Það er mikilvægt að tilkynna tjón sem fyrst, sama hvers eðlis það er. Því fyrr sem þú tilkynnir tjónið því betri upplýsingar getur þú veitt um það sem gerðist og afgreiðsla málsins fer fyrr af stað. Á vefnum okkar getur þú tilkynnt öll algengustu tjón sem verða, allt frá skemmdum á farangri í flugi til tjóna á fasteign og innbúi vegna vatnsskaða.

Spurt og svarað

Þú getur tilkynnt öll algengustu tjón sem verða á vefnum okkar, stór sem smá. Þannig getur þú sem dæmi tilkynnt um síma sem skemmist eða tjón sem verður á fasteign, s.s. vegna vatnsleka. Einnig getur þú tilkynnt um veikindi eða slys á fólki sem kunna að vera bótaskyld. Ef þú lendir í umferðaróhappi er líka auðvelt að tilkynna tjón sem verður á ökutækjum á slysstað með því að senda tilkynninguna í símanum.

Einn helsti kosturinn við að fylla út tjónstilkynningu á vefnum er að þú getur gert það hvenær sem þér hentar. Þannig getur þú brugðist fljótt við þegar óhappið verður og veitt ítarlegar upplýsingar um hvað gerðist, þar sem atburðurinn er þér enn í fersku minni. Það er einnig einfalt að láta myndir eða önnur gögn fylgja með tilkynningum á vefnum og æskilegt að gera það alltaf þegar við á. Vel útfyllt og ítarleg tilkynning flýtir fyrir afgreiðslu málsins.

Þú færð senda staðfestingu á netfang þitt um að við höfum móttekið tilkynninguna og afrit af henni. Starfsfólk okkar hefst síðan handa við úrvinnslu málsins. Til að þú verðir fyrir sem minnstum óþægindum vegna tjónsins leggjum við áherslu á að afgreiða öll mál hratt og örugglega. Ef frekari upplýsinga er þörf um tjónið er haft samband við þig. 

Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við útfyllingu tjónstilkynninga á vefnum. Þú getur haft samband við þá í síma 440 2000 eða rætt við þá í gegnum netspjallið okkar sem þú finnur hér. Við erum á vaktinni frá kl. 9.00-16.30 alla virka daga.

Ef þú lendir í tjóni er mikilvægt að bregðast rétt við til að lágmarka skaðann, án þess að leggja þig eða aðra í hættu.

Við erum alltaf á vaktinni, hvenær sem er sólarhringsins. Ef mikið liggur við utan afgreiðslutíma getur þú hringt í okkur í síma 800 7112 og við hjálpum þér að leysa málin.

Ef um er að ræða slys á fólki, innbrot, þjófnað eða skemmdarverk hafið þegar samband við 112.

Ef um alvarlegt slys eða bráð veikindi á ferðalagi erlendis er að ræða, getur þú hringt í SOS neyðarþjónustu í síma 0045 70 10 50 50.

Tjón á fasteignum, innbúi eða ökutækjum

Það er einfalt og þægilegt að tilkynna tjón á fasteignum, innbúi og ökutækjum á vefnum. Við bendum á að það er gott að vera með rafrænar útgáfur af kvittunum og öðrum fylgiskjölum sem þarf að senda með tilkynningunni en vel útfyllt tilkynning flýtir afgreiðslu. Einnig er hægt að senda myndir með tjónstilkynningu sem auðveldar okkur úrvinnslu málsins.

Ef þig vantar aðstoð vegna  vatns-, brunatjóna og eða annarra tjóna  á fasteign er hægt að tilkynna tjónið strax í vaktsímann 800 7112 og fylla síðar út tjónstilkynningu.

 

Tjón eða slys á ferðalagi

Ef um alvarlegt slys eða bráð veikindi á ferðalagi erlendis er að ræða, getur þú hringt í SOS neyðarþjónustu í síma 0045 70 10 50 50.

Ef atvikið er ekki alvarlegt eða áríðandi er nóg að taka kvittun, fá skýrslur og tilkynna tjónið þegar heim er komið.

SJ-WSEXTERNAL-3