Bílaleigur

Þú getur valið um að fá bílaleigubíl eða bætur fyrir afnotamissi á meðan viðgerð stendur

Svona gengur þetta fyrir sig

Ef þú vilt fá bílaleigubíl á meðan gert er við bílinn þinn hefur þú samband við okkur eða bílaleiguna um leið og bótaskylda liggur fyrir. Við sendum þá beiðni fyrir þig til bílaleigunnar. Eingöngu er hægt að fá bílaleigubíl á Íslandi.

  • Greitt er fyrir bifreið í flokki A
  • Kynntu þér einnig skilmála viðkomandi bílaleigu varðandi eigin áhættu leigutaka og þann hámarksakstur sem er innifalinn í daggjaldinu
  • Við látum þig vita hvort þú átt rétt á bílaleigubíl

Á ég rétt á bílaleigubíl ef ég lendi í árekstri?

Réttur þinn á bílaleigubíl fer eftir

  • Hvort þú varst í rétti
  • Hvort þú ert með kaskótryggingu
  • Hvort þú ert í Stofni

Þú getur séð á Mínum síðum hvers konar tryggingu þú ert með og hvort þú ert í Stofni.

Ef þú ert í rétti

Þú getur annað hvort tekið bílaleigubíl eða fengið greidda dagpeninga vegna afnotamissis meðan gert er við bílinn þinn.

  • Lengd leigutímans miðast við eðlilegan viðgerðartíma ökutækisins og þú getur ekið allt að 100 km á dag án aukagjalds.
  • Við þurfum að gefa út beiðni til bílaleigunnar til að þú fáir afhentan bílaleigubíl. Athugið að samkvæmt lögum þarf sá sem ætlar að leigja sér bílaleigubíl að vera orðinn tvítugur.
Ef þú ert ekki í rétti en með Kaskótryggingu

Þegar um kaskótjón er að ræða hafa viðskiptavinir Sjóvá eftirfarandi rétt:

  • Ef þú ert með kaskótryggingu og ert í Stofni áttu rétt á að fá bílaleigubíl til afnota í allt að 7 daga eða greiðslu vegna afnotamissis, með sömu skilyrðum og hér að ofan.
Tafir á viðgerð

Ekki er greiddur afnotamissir fyrir þann tíma sem viðgerð tefst til dæmis vegna óvenjulega langs afhendingartíma varahluta vegna viðgerðar.

Bílaleigur í samstarfi við Sjóvá

Sjóvá á í sam­starfi við fjölda bíla­leiga. Smelltu hér til að sjá lista yfir útibú þeirra.

SJ-WSEXTERNAL-2