Áfallahjálp

Það getur verið mikið áfall að verða fyrir tjóni eða lenda í slysi. Hjá okkur getur þú fengið aðstoð sérfræðinga eftir stór áföll.

Stuðningur frá sérfræðingum

Viðskiptavinir, sem eru með Fjölskylduvernd 3, geta fengið greiddan kostnað við allt að fjögurra klukkustunda samtalsmeðferð hjá sérfræðingi hafi þeir orðið fyrir sálrænu áfalli eða veikindum í kjölfar einhverra af neðangreindum atburðum:

  • Innbrots á heimili
  • Ráns þar sem líkamlegu ofbeldi er beitt eða hótað
  • Andláts eða alvarlegs slyss
  • Alvarlegs brunatjóns

Þú finnur upplýsingar um áfallahjálpina í skilmálum Fjölskylduverndar 3 [Tengill].

Við erum stolt af því að hafa verið fyrst tryggingafélaga til að bjóða viðskiptavinum okkar áfallahjálp en hún var fyrst kynnt í maí 2007. Þjónustan hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sem hafa þurft að nýta sér hana.

SJ-WSEXTERNAL-2