Sveitarfélög

Öll sveitarfélög þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.

Við þekkjum þarfir sveitafélaga og erum með sérfræðinga sem geta aðstoðað þig við að sníða tryggingarnar að þínum þörfum.

Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir sveitafélög. Tryggingaþörf sveitafélaga er mismunandi eftir stærð og umfangi þeirra. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir sveitafélagsins og að auki bjóðum við upp á ráðgjöf um forvarnir.

Lögboðnar tryggingar

Tryggingar sem þú verður að kaupa sam­kvæmt lögum:

 

Brunatrygging húseigna

Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir sína fasteign

 

Lögboðin ökutækjatrygging

Allir eigendur skráningarskyldra ökutæki þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda

Við mælum með að þú skoðir

 

Ábyrgðartrygg­ing

Veitir ábyrgð gagn­vart tjónum sem fyr­ir­tækjum eru gerðir bóta­skyldir fyrir sam­kvæmt skaðabóta­lögum. Í sumum teg­undum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja er gerð krafa um sér­stakar ábyrgðartrygg­inga t.d. þegar sótt er um starfs­leyfi fyrir ferðaskrif­stofu og ferðaskipu­leggj­anda og til þeirra sem bjóða upp á Al­ferðir.

 

Eigna­trygg­ingar

Sveitarfélög eiga flest mikið af eignum sem mikilvægt er að séu tryggðar, bæði fasteignir og lausafé. 

 

Starfs­fólk sveitarfélaga

Sam­kvæmt kjara­samn­ingum er skylda vinnu­veit­enda að kaupa slysa­trygg­ing fyrir launþega.

 

Slysatrygging skólabarna

Það er skynsamlegt að tryggja börn sem eru í umsjá stofnana og félagasamtaka sveitarfélagsins gagnvart slysum.

 

Öku­tæki og önnur far­ar­tæki

Allir eig­endur skrán­ing­ar­skyldra öku­tæki þurfa að kaupa lögboðna öku­tækja­trygg­ingu, en að auki bjóðum við upp á rúðutrygg­ingu og kaskó­trygg­ingu. Afar mik­il­vægt er að öku­tæki séu tryggð í sam­ræmi við gerð og notkun þeirra. 

Einnig eru í boði eru trygg­ingar fyrir báta, skip, flug­vélar og vinnu­vélar.

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta Sjóvá er mönnuð reynslumiklum sérfræðingum sem vita að rétt tryggingavernd getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja. Öll fyrirtæki fá sinn ráðgjafa sem tryggir að árlega er farið yfir tryggingaþörf fyrirtækisins.

Mínar síður

Mínar síður er þjónustuvefur viðskiptavina Sjóvár. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, og skoðað skilmála trygginganna. Þú getur einnig tilkynnt tjón á Mínum síðum. Rafrænar tjónstilkynningar flýta mjög fyrir vinnslu tjónamála.

SJ-WSEXTERNAL-3