Aukakostnaðartrygging

Aukakostnaðartrygging greiðir óhjákvæmilegan aukakostnað sem fellur til í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár.

Yfirlit yfir tryggingu

Áður en tryggingin er gefin út þarf tryggingartaki í samvinnu við Sjóvá að áætla þann aukakostnað sem getur fallið til komi til tjóns. Ef til dæmis þarf að leigja nýtt húsnæði tímabundið fyrir starfsemina þá væri það einn þáttur sem þarf að innifela, einnig ef auglýsa þarf nýja staðsetningu. 

Tryggingin er seld samhliða eignatryggingu lausafjár og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur. 

  • Húsaleigukostnað þegar flytja þarf starfsemina í bráðabirgðahúsnæði
  • Vinnulaun starfsmanna og aðkeypts vinnuafls við að koma bráðabirgðahúsnæði í nothæft ástand
  • Auglýsingar um nýja starfsstöð
  • Glataðar tekjur af völdum rekstrarstöðvunarinnar

Iðgjaldið reiknast af vátryggingarfjárhæðinni sem er samtala aukakostnaðarins.

Tengdar tryggingar

Eignatrygging lausafjár

Eignatrygging bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns, innbrots eða foks.

Rekstrarstöðvunartrygging

Rekstrarstöðvunartrygging greiðir rekstrartap vegna samdráttar í vörusölu í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár. Tryggingin greiðir einnig aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar.

SJ-WSEXTERNAL-3