Tilboð og fríðindi

Viðskiptavinir okkar Í Stofni njóta ýmissa tilboða og fríðinda t.d. betri kjara á tryggingum og afslátta hjá samstarfsaðilum okkar.

Með öryggi þitt í huga

Okkur er umhugað um öryggi þitt og þinna. Þess vegna erum við í samstarfi við fyrirtæki sem veita viðskiptavinum okkar í Stofni afslátt af öryggisvörum og þjónustu

Dekkjatilboð

Viðskiptavinir í Stofni fá tilboð á dekkjum hjá samstarfsaðilum okkar.

Samstarfsaðilar

Barnabílstólar

Í samstarfi við Bílanaust og Ólavíu og Oliver bjóðum við viðskiptavinum í Stofni 20% afslátt af barnabílstólum. Auk þess býður Ólavía og Oliver 15% afslátt af öðrum öryggisvörum og 10% afslátt af almennum vörum.

Nánari upplýsingar

Vegaaðstoð

Þú getur nýtt þér Vegaaðstoð Sjóvár um allt land án endurgjalds. Viðskiptavinir í Stofni fá einnig 15% afslátt af dráttarbíl hjá Vöku ef ökutækið bilar.

Hvar er Vegaaðstoð veitt?

Stofnendurgreiðsla

Tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir okkar í Stofni fá 10% afslátt af iðgjöldum endurgreidd við endurnýjun trygginga sinna ár hvert. Við erum stolt af því að vera eina tryggingafélagið á Íslandi sem umbunar viðskiptavinum sínum með þessum hætti.

Allt um Stofnendurgreiðslu

Þú færð 10% Stofnafslátt af eftirfarandi tryggingum:

 • Fjölskylduvernd
 • Kaskótryggingu einkabíls
 • Víðtækri eignatryggingu
 • Dýratryggingum
 • Sumarhúsatryggingu
 • Almennri slysatryggingu
 • Ábyrgðartryggingu einstaklinga
 • Sjúkdómatryggingu

 • Lögboðinni ökutækjatryggingu einkabíls
 • Fasteignatryggingu
 • Brunatryggingu húseigna
 • Sjúkra og slysatryggingu
 • Innbústryggingu
 • Sjúkratryggingu
 • Líftryggingu
 • Barnatryggingu

Smáa letrið

Tryggingar sem gefnar eru út til skamms tíma, t.d. ferðatryggingar, eru ekki í Stofni þannig að þú færð ekki afslátt vegna þeirra.

Ýmis sérkjör

Niðurfelling á iðgjaldsauka

Þegar við greiðum meira en 100.000 krónur vegna tjóns, úr ábyrgðartryggingu ökutækis eða úr slysatryggingu ökumanns eða eiganda, innheimtum við iðgjaldsauka að fjárhæð 25.300 krónur frá viðskiptavinum.

Ef þú ert í Stofni þá greiðir þú ekki iðgjaldsauka í tilfellum sem þessum. 

30% afsláttur af greiðsludreifingu

Viðskiptavinir í Stofni fá 30% afslátt af greiðsludreifingu ef þeir eru með allar sínar tryggingar á endurnýjun á sama tíma. Þú getur dreift greiðslum á tryggingunum í allt að 12 mánuði með boð- eða beingreiðslum.

Við hvetjum þig til að skoða þær greiðsluleiðir sem eru í boði hér á sjova.is. Þú getur líka haft samband við okkur í síma 440 2000, komið við í næsta útibúi eða sent okkur tölvupóst á sjova@sjova.is

Frí flutningstrygging

Viðskiptavinir í Stofni geta fengið fría Flutningstryggingu við búslóðaflutning þegar flutt er innanlands og búslóð er flutt með viðurkenndum flutningsaðila.

Hvað þarf ég að gera?

Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í þjónustuver okkar í 440 2000 áður en flutningur hefst og tilkynna þjónustufulltrúa hvert er verið að flytja búslóðina. 

Athugaðu sérstaklega að

 • Tryggingin gildir eingöngu ef verið er að flytja heila búslóð en ekki staka muni.
 • Flytja þarf búslóðina með aðila sem hefur atvinnu af því að flytja búslóð eða varning.
 • Ganga vel og tryggilega frá öllum munum við flutning til að lágmarka hættu á skemmdum.
SJ-WSEXTERNAL-2