Viðskiptavinir í Stofni fá tilboð á dekkjum hjá samstarfsaðilum okkar

Til að nýta þér tilboðið hefur þú samband við einhvern af samstarfsaðilum okkar og gefur upp kennitölu þína.

Samstarfsaðilar

Tilboðið gildir fyrir alla bíla heimilisins. Athugaðu að tilboðin eru mismunandi.

Samstarfsaðilar

Góð dekk eru lykilatriði

Dekkin eru eina snerting bílsins við veginn og því er mikilvægt að þau séu í góðu ástandi. Þú ættir að huga reglulega að dekkjunum og skoða mynsturdýpt, loftþrýsting og almennt ástand þeirra. Veldu þér dekk miðað við þínar þarfir, ökulag og akstursaðstæður.
Bíll á sumardekkjum, sem ekið er á 50 kílómetra hraða í hálku og snjó, þarf 20 metrum meiri vegalengd til að stoppa en bíll á vetrardekkjum.

Bíll á sumardekkjum er mun lengur að stoppa í hálku og snjó.

Lágmarksmynsturdýpt dekkja

 Tímabil  Dagsetningar  Lágmarks mynsturdýpt
 Vetur  1. nóvember - 14. apríl  3,0 millimetrar
 Sumar  15. apríl - 31. október  1,6 millimetrar
Eru þínir hjólbarðar í lagi?

Loftþrýstingur 

Réttur þrýstingur í dekkjum bílsins skiptir miklu máli og getur haft áhrif á aksturseiginleika bílsins og hversu gott er að stýra og bregðast við óvæntum uppákomum í umferðinni. Þess vegna þarf loft í dekkjum að vera rétt til þess að aksturseiginleikar bílsins séu sem bestir.

Hvernig veit ég hvað er réttur þrýstingur

Of mikið eða lítið loft slítur dekkjum og það getur valdið hættu við akstur.  Algengt er að loftþrýstingur dekkja fólksbifreiða sé u.þ.b. 28-30 pund. Sami loftþrýstingur þarf að vera á dekkjum að framan og aftan (á sama áss). Upplýsingar um réttan loftþrýsting dekkja fyrir bílinn þinn er að finna í handbók bílsins og/eða á límmiða í hurðarfalsi.  Svo er alltaf hægt að fá upplýsingar hjá dekkjaverkstæðum og aðstoð á bensínstöðvum. Gott er að mæla líka loftþrýstinginn í varadekkinu, það er aldrei að vita hvenær þarf að nota það. 

Hvenær á að mæla loftþrýstinginn

Æskilegast er að mæla loftþrýsting dekkja þegar þú hefur ekki ekið bílnum langt og dekkin eru köld.  Ástæðan er sú að loftþrýstingur dekkja eykst þegar þau eru orðin heit.  Hversu oft á að mæla fer hins vegar eftir því hversu mikið þú ekur bílnum en ágæt regla er að skoða dekkin og slitið á þeim um leið og rykið er skolað af bílnum. 

Hreinsaðu dekkin

Dekkin eru sá hluti bílsins sem ávallt er í snertingu við götuna. Í mynstursraufar dekkjanna festist tjara og óhreinindi af götunni sem mynda skán á dekkjum bílsins, þau verða sleipari og veggrip minnkar. Það skiptir því miklu máli að dekkin séu hrein, sérstaklega yfir veturinn. Gott er að nota dekkjahreinsi en ekki tjöruhreinsi því sumar gerðir innihalda sápu eða bón sem getur myndað skán á dekkjunum.

 

SJ-WSEXTERNAL-2